Sunnudaginn 9. desember kl. 11:00 verður vinamessa í Fríkirkjunni. Í vinamessu barnanna ætla krílakórarnir og barnakórinn að syngja um vinskapinn og okkar fallega og dýrmæta líf.
Hljómsveit skipuð þeim Guðmundi Pálssyni, bassaleikara, Bjarma Hreinssyni, píanóleikara, Gísla Gamm, trommuleikara og Erni Arnarsyni, gítarleikara og tónlistarstjóra kirkjunnar spila með börnunum og við fáum skemmtilega heimsókn Dúó Stemmu.
Dúó Stemma eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Þau flytja hljóðsöguna um Fíu frænku og besta vin hennar, hann Dúdda.
Þau lenda í ævintýri og komast að því að ekkert er eins mikilvægt og góður vinskapur. Dúó Stemma leikur á hefðbundin og óhefðbundin hljóðfæri s.s skyrdósir, skeljar sandpappír og sitthvað fleira spennandi. Dúó Stemma hlaut viðurkenningu frá IBBY samtökunum árið 2008 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi.