Þá er komið að árlegum aðalsafnaðarfundi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. maí. kl. 20. Breyting er frá auglýsingu m.a. í Fjarðarfréttum að fundurinn verður í kirkjunni, en ekki safnaðarheimilinu.

Aðalfundurinn verður með hefbundnu sniði og auk afgreiðslu reikninga og kjör í safnaðarstjórn ofl. verður farið yfir starf og áherslur í Fríkirkjunni. Söfnuðurinn stendur traustum fótum, en líka í ýmsum skilning á ákveðnum tímamótum um þessar mundir.

Allir þeir sem láta sig Fríkirkjuna í Hafnarfirði varða og vilja fylgjast með áherslum og framtíðarsýn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.

Einar Sveinbjörnsson form. safnaðarstjórnar