Fjársöfnun – útsendir greiðsluseðlar

Við leitum enn á ný til safnaðarins,  með stuðning upp á  2.100 kr.    Þessar greiðslur í heimabanka eru valfrjálsar með öllu. Nú söfnum við fyrir lagfæringum eða jafnvel nýju safnaðarheimili, en um þessar mundir er verið að meta bestu leiðir eftir að víðtækt tjón af völdum veggjatítla kom í ljós. Síðast var safnað fyrir lagfæringum á kirkjunni og kirkjutröppum Síðustu [Lesa meira...]

Síðasta fermingarathöfnin á sjómannadag

Síðasti fermingarbarnahópurinn gekk frá kirkjunni í sólríku veðri núna á sjómannadaginn. Samtals voru þau 19. Þetta var ellefta fermingin þetta vorið. Fyrsti hópurinn á pálmasunnudag. Við í Fríkirkjunni þökkum frábæran vetur og góð kynni ungmenna sem eiga ekkert nema framtíðina fyrir sér.

Fermingarárgangar í heimsókn

Þetta vorið hefa tveir eldri fermingarbarnaárgangar komið og heimsótt Fríkirkjuna. 2. maí komu þau sem eru fædd 1945 og fermdust vorið 1959. Þá var prestur Kristinn Stefánsson. Seinni hópurinn kom 1. júní. Þau áttu 50 ára fermingarafmæli, fædd 1955 og fermd 1969. Þá var Bragi Benediktsson kominn til starfa sem prestur safnaðarins. Myndin var tekin við það tækifæri. Þau eru þarn [Lesa meira...]

Aðalsafnaðarfundur Fríkirkjusafnaðarins 23. maí kl. 20

Þá er komið að árlegum aðalsafnaðarfundi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. maí. kl. 20. Breyting er frá auglýsingu m.a. í Fjarðarfréttum að fundurinn verður í kirkjunni, en ekki safnaðarheimilinu. Aðalfundurinn verður með hefbundnu sniði og auk afgreiðslu reikninga og kjör í safnaðarstjórn ofl. verður farið yfir starf og áherslur í Fríkirkjunni. Söfnuðurinn stendur traustum fótum, [Lesa meira...]