17. júní og Fríkirkjan á Austurgötuhátíðinni

Á síðasta ári var Fríkirkjukórinn fjarri góðu gamni á 17. júní en þá var hann í söngferðalagi í Berlín. Í ár tekur hann að sjálfsögðu þátt í Austurgötuhátíðinni í Hafnarfirði og ætlar að syngja fyrir gesti og gangandi Kvenfélag Fríkirkjunnar bakar vöflur og kirkjan verður að sjálfsögðu opin upp á gátt ! 🇮🇸🇮🇸🇮🇸🇮🇸