Glæsileg og fjölmenn vorhátíð Fríkirkjunnar

Um 250 - 300 manns mættu í Hellisgerði á Vorhátíð Fríkirkjunnar í dag, þrátt fyrir kalsaveður. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leiddi skrúðgöngu frá safnaðarheimilinu niður Strandgötu og þaðan í Hellisgerði. Tónlist, skemmtun og gleði.  Heitar pylsur  runnu vel af grillinu í gesti.  Fáum var kalt og engum meint af, enda fólkið sjálft í Fríkirkjunni á öllum aldri  sem kanna að njóta sutndarinnar og [Lesa meira...]

Foreldramorgnar á miðvikudagsmorgnum

Foreldrar og jafnvel afar og ömmur hafa komið saman í safnaðarheimilinu á miðvikudagsmorgnum kl. 10 í vetur.  Og að sjálfsögðu einnig litlu krílin. Í morgun var Pálínuboð  með veitingum og mikil stemming.  Það er hún Erna Blöndal sem stýrir og alltaf er sungið. Myndir  frá í morgun eru hér. Foreldramorgnar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verða út maí og þráðurinn tekinn upp að nýju í [Lesa meira...]

29. apríl – sunnudagaskóli

Sunnudagaskóli sunnudaginn 29. apríl kl. 11:00💒 Ragga og Erna taka vel á móti ykkur ásamt Fríkirkjubandinu. Þetta er síðasti sunnudagaskólinn en næsta sunnudag þann 6. maí kl. 11:00 verður vorhátíðin okkar og lokasunnudagaskólagleðin í Hellisgerði🌼🌼🌼🌼