Author: Einar Sveinbjörnsson
Sunnudagur 4. febrúar – Sunnudagaskóli og kvöldmessa kl. 20
Þær Erna og Ragga halda upp i dagskráinni í sunnudagaskólanum 4. febrúar ásamt Fríkirkjubandinu. Kvöldmessa kl. 20. Sigríður Kristín kemur og messar ásamt altarisgöngu. Hljómsveitin og kórinn kirkjunnar.
Sungið á Bessastöðum. Erna og Örn við veitingu bókmenntaverðlauna

Þau Erna og Örn urðu þessu heiðurs aðnjótandi að spila og syngja við afhendingu Íslensku Bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum 30. janúar. Lögin voru: Mater, frumflutt lag Ernu við texta Auðar Övu Ólafsdóttur skálds. Vikivaki eftir Jóhannes úr Kötlum við lag Valgeirs Guðjónssonar. Það fallega lag hefur Erna sungið í Fríkirkjunni. Dagskráin var sýnd beint á RÚV og finnst í Sarpinum [Lesa meira...]
Fermingarfræðslan þriðjudaginn 30. janúar
Þar sem fermingarfræðslan féll niður í síðustu viku viljum við minna á að það eru hópar A og B sem eiga að mæta 30. janúar
Sænskir þverflautuleikarar heimsóttu sunnudagaskólann

Sl. miðvikudag hélt Sænsk-Íslenskur flautukvartet tónleika í Fríkirkjunni. Þær stöllur bættu um betur með fjórum til viðbótar og þökkuðu fyirr sig með heimsókn í sunnudagaskólann. Alveg hreint frábær samhljómur 8 þverflautuleikara og sannarlega óvænt og vel þegin stund í sunndagaskólanum !! Sænsk-íslenskur flautukvartettinn er frá Hvitfeldtska gymnasiet í Gautaborg. Meðlimir [Lesa meira...]