Foreldramorgnar á miðvikudögum kl. 10

Fríkirkjan auglýsir foreldramorgna á miðvikudögum kl. 10.  Erna tekur á móti og sér um dagskrá.  Í haust hefur verið mikil þátttaka og oftar en ekki er andyrið fullt af barnavögnum og kerrum. Meðfylgjandi myndband var tekið í dag 8. nóvember og sýnir vel þann góða "anda" sem svífur yfir vötnum í Safnaðarheimilinu. https://www.facebook.com/frikhafn/videos/671775599697630/ [Lesa meira...]

Sunnudagur 5. nóvember kl. 20 – Látinna ástvina minnst

Komandi  sunnudag,  þann 5.  nóvember er Allra heilagra messa, fyrsta sunnudag í nóvember. Látinna ástvina minnst og sorgarumfjöllun. Kirkjugestir tendra kertaljós til minningar um sína ástvini. Sigríður Kristín Helgadóttir leiðir stundina.  Kirkjukórinn syngur og Erna Blöndal einsöng.   Sunnudagaskólinn er  að sjálfsögðu líka á sínum stað kl. 11. [Lesa meira...]

Fjársöfnun í Fríkirkjunni haustið 2017

Enn og aftur leitum við til Fríkirkjusafnaðarins um frjáls fjárframlög með valgreiðslu í heimabanka.  Þetta er í annað sinn á árinu sem leitað er til safnaðarfólks.  Fyrr á árinu sendum við í heimabankann valgreiðslu.  Henni var vel tekið og samtals söfnuðust 4 millj.kr.  sem var afgerandi  til að halda úti því blómlega safnaðarstarfi. sem er mesti styrkur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Föstu [Lesa meira...]

Sunnudagaskóli 29. október

Sunnudaginn 29. október er sunnudagaskóli kl. 11:00. Edda, Erna, Gummi, Skarpi og Örn hlakka til að sjá ykkur og syngja með ykkur. Við ætlum að njóta þess að vera saman og minna hvert annað á það hvað lífið er mikil gjöf og hvað það skiptir miklu máli að vera jákvæð og brosandi í lífinu okkar fagra. Sjáumst syngjandi kát í sunnudagaskólanum og æfum okkur í að vera glöð og hjálpsöm. [Lesa meira...]

22. október kl. 20 – Hvað er að gerast í Hollywood.

Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Sigríður Kristín, Erna Blöndal, söngkona, Örn, gítarleikari og Guðmundur, bassaleikari mæta með gleði og söng. Allir velkomnir stórir sem smáir❤️🐁   Kvöldvaka kl. 20. Yfirskrift: Hvað er að gerast í Hollywood ? Eiga þær konur sem stíga þar fram eitthvað sameignlegt með kvenhetjum úr gamla testamenntinu ? Batsebu, Astin og jafnvel Hallgerði Langbrók [Lesa meira...]