Heimsókn 60 ára fermingarbarna

Í ár eru 60 ár frá fermingu þeirra sem fæddir eru 1945. Hluti þessa góða hóps koma saman í Fríkirkjnunni til að minnast þessara tímamóta, en öll fermdust þau sumardaginn fyrsta 1959. Smá athöfn í kirkjunni og samvera á eftir þar sem skiptst var á myndum og sögur rifjaðar upp.

Æfingar v/ferminga 5. maí – leiðrétting

Kæru foreldrar og fermingarbörn, rangar upplýsingar voru á miðanum sem börnin fengu varðandi æfingarnar. Fyrri æfingarnar verða þriðjudaginn 30. apríl ( ekki mánudag ), þau sem fermast kl. 11 mæta 17:30 og þau sem fermast kl. 13 mæta kl. 18. Biðjum velvirðingar á þessu.

Sunnudagaskóli 28. apríl kl. 12.

Sunnudaginn 28. apríl er sunnudagaskóli kl. 11:00.Við fáum við góða gesti í heimsókn, þeir eru leynigestir og Rebbi er dauðhræddur! Hverjir eru gestirnir? Af hverju er Rebbi að rífa í feldinn sinn af skelfingu? Meira um það á sunnudag, Edda og Ragga og Bjarmi og Guðmundur bassaleikari halda uppi gleðinni. Sjáumst!

Fríkirkjan með augum nemenda í Hvaleyrarskóla

Þemavika var í Hvaleyrarskóla vikunni fyrir páska. Hrönn Árnadóttir kennari sendi myndina: " Þetta líkan gerðu nemendur í 5. bekk í Hvaleyrarskóla af kirkjunni úr rusli (þemað var endurvinnsla) í þemaviku fyrir páskafrí ☺ " Við þökkum fyrir, en bendum jafnframt á að eitt núll vantar aftan við tölu um fjölda safnaðarbarna.