30. apríl: Vorhátíðin í Kaldárseli færist á Thorsplan.

Kæru vinir sunnudaginn 30. apríl verður vorhátíðin okkar á Thorsplani kl. 11:00. Vegna óviðráðanlegra ástæðna getum við ekki haldið hátíðina okkar í Kaldárseli að þessu sinni en við gerum að sjálfsögðu bara gott úr öllu og verðum með fjölskylduhátíðina og síðasta sunnudagaskólann okkar á Thorsplani. Hátíðin hefst kl. 11:00 þegar að við teljum í sunnudagaskólann en þar verður fléttað inn [Lesa meira...]

Munið sunnudagaskólann 23. apríl kl. 11

Sunnudagaskólinn er á sínum stað komandi sunnudag 23. apríl kl. 11.  Þær Ragga og Edda halda uppi fræðslu og stemmingu. Munið að það styttist síðan í Kaldársel sunnudaginn þar á eftir 30. apríl !   Áður auglýst messa á vegum kvennakirkjunnar á sunnudag hefur verið flutt til haustsins.  

Þrjár fermingar á sumardaginn fyrsta

Margir kjósa að fermast í Fríkirkjunni á sumardaginn fyrsta.  Fyrir honum sem fermingardegi er áratugahefð. Nú 20. apríl verða þrjár fermingar, kl. 10, kl. 12 og kl. 14.   Myndin sem hér fylgir var tekin á pálmasunnudag í blíðunni sem þá var. Fermingar voru einnig þrjár þann dag.    

Fríkirkjan um bænadagana og páska

Dagskráin í Fríkirkjunni er eftirfarandi: Föstudagurinn langi. Kl. 17. Samverstund við krossinn. Dagskrá í tali og tónum þar sem atburða föstudagsins langa er minnst. Páskadagur. Kl. 08 árdegis. Hringjum inn páska og hátíðarguðsþjónusta. Morgunverður í safnaðarheimilinu á eftir.

Sigga Vald. djákni átti 50 ára fermingarafmæli

Í fermingum á pálmasunnudag veru þær systur Sigríður og Ragna Valdimarsdætur að aðstoða við kirtlana í safnaðarheimilinu. Sigríður Valdimarsdóttir (sú í bleika á myndinni)  er eins og margir vita djákni við Fríkirkjuna og aðstoðar á ýmsa lund við fermingarguðsþjónsturnar. Sigga Vald. fermdist 9.apríl 1967 og því skemmtileg tilviljun að  á pálmasunnudag átti hún upp á dag 50 ára [Lesa meira...]