Bræðrafélagar færðu kirkjunni klappstóla

Til þessa hefur verið  stólaburður úr safnaðarheimilinu í kirkjunna, t.d. á jólum og kynningu á fermingarstarfi og jafnvel útförum.    Oft er þetta heljarinnar umstang og mikið puð, en Bræðrafélagið ákvað að þessum þætti kirkjustarfsins skuli hér með lokið. Keyptir voru og afhentir á milli 30 og 40 léttir klappstólar sem geymdir verða undir súð og í öðrum afkimum kirkjunnar. Bræðrafélaginu er [Lesa meira...]

Gíróseðlar í heimabanka – frjáls framlög

Fríkirkjan í Hafnarfirði leitar til safnaðarins með greiðsluseðla sem birtast munu í heimabanka. Um er að ræða frjáls framlög og það er vitanlega val hvers og eins að greiða þessar 2.100 kr. Fríkirkjan er alfarið rekin á sóknargjöldum og framlögum eins og þessum. Laun prestanna, tónlistarstjóra og rekstur á kirkjunni og safnaðarheimilinu greiðast af sóknargjöldum. Prestar Fríkirkjunnar eru [Lesa meira...]

Sunnudagur 5. mars: Sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldvaka kl. 20

Dagskráin í kirkjunni nú á sunnudaginn, 5. mars er þessi: Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldvaka kl. 20. Gestur kvöldvökunnar er Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona sem við þekkjum úr sjónvarpsþáttunum „Með okkar augum“. Lítur mjög vel út með veður og nánast engar líkur á messufalli eins og gerðist með sunnudagaskólann síðast eftir snjókomuna miklu !   [Lesa meira...]