Uncategorized
Fermingardagar 2018
Hér að neðan má sjá fermingardaga hjá okkur í Fríkirkjunni næsta vor 25. mars, Pálmasunnudagur 29. mars, skírdagur 14. apríl, Laugardagur 19. apríl, Sumardagurinn fyrsti 13. maí, Sunnudagur 3. júní, Sjómannadagurinn
19. mars: Stór dagur í Fríkirkjunni

Sunnudaginn 19. mars verður mjög margt um að vera í Fríkirkjunni. Kl 11 er sunnudagskóli Kl. 13 er messa sem við köllum vinamessu. Þar syngja barnakór og krílakórar. Kl. 14. Basar Kvenfélagsins hefst að lokinni vinamessu. Kl. 20. er síðan .lokasamvera fermingarbarna og foreldra. Veitingar í safnaðarheimimli á eftir.
Sunnudagsskóli 12. mars – basar kvenfélagsins færist um viku
Á sunnudaginn verður sunnudagaskólinn eins og alltaf kl. 11. Aðsóknin er æfinlega góð enda allir velkomnir jafnt ungir sem aldnir. Rétt er að minna á það að samkvæmt dagskrá vorsins var basar kvenfélagsins áður áætlaður 12. mars. Hann flyst til um viku og verður 19. mars og hefst kl. 14 í safnaðarheimilinu.
Bræðrafélagar færðu kirkjunni klappstóla

Til þessa hefur verið stólaburður úr safnaðarheimilinu í kirkjunna, t.d. á jólum og kynningu á fermingarstarfi og jafnvel útförum. Oft er þetta heljarinnar umstang og mikið puð, en Bræðrafélagið ákvað að þessum þætti kirkjustarfsins skuli hér með lokið. Keyptir voru og afhentir á milli 30 og 40 léttir klappstólar sem geymdir verða undir súð og í öðrum afkimum kirkjunnar. Bræðrafélaginu er [Lesa meira...]