13. október – Sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldmessa kl. 20

Á sunnudaginn er sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00.Edda og Svana mæta í sunnudagaskólann glaðar og kátar ásamt Rebba, Mýslu og Gleðibandinu.Sr. Sigríður Kristín leiðir kvöldmessu kl. 20:00 ásamt Fríkirkjukórnum og Fríkirkjubandinu undir stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra kirkjunnar.Halla Eyberg leikur á flautu.

Sunnudagurinn 6. okt – Kaffisala Kvenfélagsins

Næsta sunnudag, 6. október verður sannkölluð Fríkirkjuhátíð ! Sunnudagaskólinn eins og venjulega kl.11. Fjölskylduhátíð verður í kirkjunni kl. 14 þar sem allir kórar kirkjunnar, barnakórar og kirkjukórinn, koma fram og syngja. Á eftir eða kl. 15 verður árleg kaffisala Kvenfélagsins í safnaðarheimilinu að lokinni góðri stund í kirkjunni.

15. september – Sunnudagaskóli kl.11 og Kvöldvaka kl. 20

Á sunnudag verður þriðji sunnudagskóli vetrarins. Munið að taka með ykkur bækurnar og nýjar afhentar fyrir þá sem koma í fyrsta sinn. Sunnudagaskólinn fer af stað af krafti þetta haustið! Kvöldvaka kl. 20. Hugvekja um tiltekið efni, tónlist og upplifun ! Allir velkomnir og fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta.