3. febrúar: Kvöldmessa og sunnudagaskólinn

Á sunnudaginn næstkomandi, 3.febrúar verður sunnudagaskóli kl. 11.  Söngur , spilerí og dálítið sprell með kirkjulegu ívafi :) Kvöldmessa kl. 20.  Gengið verður til altaris.  Öll tilvonandi fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að taka þátt sem lið í undirbúningsi að sjálfri fermingunni.      

Veggjatítlur í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar – engin hætta á ferðum

Veggjatítlur í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar – engin hætta á ferðum   Við skoðun löggilts meindýraeyðis á safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði á Linnetsstíg 6 nýlega kom í ljós að veggjatítlur eru í þakviði hússins.  Í mati segir að ummerki eftir veggjatítlur séu í nánast öllum þaksperrum. Enn fremur fundust dauðar bjöllur og við greiningu kom í ljós að um fullorðnar veggjatítlur [Lesa meira...]

20. janúar – Sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldvaka kl. 20.

Sunnudagaskólinn verður kl. 11 og mæta þær Edda og Ásta Margrét stjórna leik og söng.   Kvöldvaka kl. 20. Yfirskrift kvöldsins er Fjöreggið. Hvert er þitt fjöregg.  Ertu að passa upp á það ?   Gamla sagan af skessunum góðu.  Hvað gekk þeim til að kasta fjöreggi sínu á milli ? Hvað getum við lært og eiga þessar sögur erindi við okkur í dag ?   [Lesa meira...]