Það var með blendnum söknuði að fara með vorhátíð Fríkirkjunnar úr Kaldársseli þar sem hún hefur verið frá 1991.  Með litlum fyrirvara var flutningur auglýstur á Thorsplan.  Byrjaði ekki vel þegar stór vatnspollur tók á móti okkur á miðju torginu eftir rigningarnar að undanförnu.  En Slökkviliðið svaraði kalli og vatninu var dælt í næsta niðurfall áður en fólk tók að streyma að.
Vorhátíðin markar lok vetrarstarfs sunnudagaskólans. Dagskráin tók að vanda mið að því.  Krílakórinn og Barnakórinn sungu.  Grillaðar voru pylsur í boði Fjarðarkaupa og kaffi og heimabakaða snúða og kleinur. 20170430_112255
Stemmingin var með besta móti.  Við vorum heppin með veður, gerði uppstyttu á milli skúra og sólin meira að segja sýndi sig í skamma stund.  Skjól fékkst undir gafli gamla póshússins og þar voru gryllararnir í essinu sínu og framreiddu um 300 pylsur.  Fríkirkjubandið lék af fingrum fram, þeir Örn, Skarphéðinn og Gummi.  Til viðbótar  Nonni á trommurnar, en hann mundar stundum kjuðana með þeim félögum.
Ragga, Erna og sr. Sigga höfðu veg og vanda af dagskránni og hafi þau öll kærar þakkir fyrir sem og fjölmargir úr söfnuðinum sem lögðu hönd á plóg við undirbúninginn og frágang.  Hafi þau öll sömul kærar þakkir fyrir.
Myndirnar tók Edda Möller.  Fleiri myndir á fésbókinni: Fríkirkjan í Hafnarfirði.
18222537_595460970662427_5938266232083124972_n