Hér má sjá þá Örn Arnarson og Örn Almarsson saman með sr. Einari Eyjólfssyni. Fljótlega eftir að Einar kom til starfi við Fríkirkjuna 1984 fékk hann þessa tvo gítarleikara, jafnaldra og nema í Flensborg til að vinna með sér og spila í sunnudagaskólanum. Það gerðu samviskusamlega ýmist saman eða til skiptis næstu þrjú árin. Örn Almarsson hélt síðan vestur um haf þar sem hann býr enn. En Örn Arnarson er hér enn eins við öll vitum glaður og reifur, tónlistarstjóri við Fríkirkjuna.