Fermingar

Fermingar 2020

7. ágúst 2020

Aðstæður breytast fljótt á þessum óvenjulegu tímum. Það er orðið ljóst að sú uppsetning sem við höfum unnið út frá með 16-18 ungmenni í athöfn gengur ekki miðað við núverandi sóttvarnarreglur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda fermingar á þeim degi sem þið hafið valið en verðum jafnframt að gæta fyllsta öryggis.

 Í vor fermdum við 35 ungmenni á sjómannadaginn í 6 stuttum athöfnum, þar sem áhersla var lögð á samveru nærfjölskyldunnar en altarisgöngur og snertingar aflagðar. Þær stundir gáfust vel og við komum til með að hafa sama fyrirkomulag nú í haust.

 Það þýðir að ungmennið ykkar mun fermast kl. 10:30, þann 22. ágúst í athöfn þar sem 8 ungmenni verða fermd.

 Æfing fyrir athöfnina og kirtlamátun fer fram miðvikudaginn 19. ágúst, kl. 18:15

Hver fjölskylda fær einn bekk til umráða, með auðum bekk á milli fjölskyldna til að tryggja nándarreglu sóttvarnalæknis. Það þýðir að 7-8 fjölskyldumeðlimir mega fylgja hverju ungmenni.

Við biðjum ykkur að athuga tímasetningar nákvæmlega. Hver fermingarathöfn er 30 mínútur að lengd með myndatöku í lokin.

* Fjölskyldur mæta beint upp í kirkju.

* Athöfnin hefst á hálfa tímanum með því að fermingarungmenni og prestar ganga inn í kirkjuna.

* Fermingarungmenni mæta 10 mínútum fyrir athöfn í safnaðarheimili kirkjunnar, þar sem þau eru klædd í fermingarkirtil

*Í stundinni verður flutt falleg tónlist, talað til ungmennanna og þau fermd.

* Í stað altarisgöngu verður hverri fjölskyldu boðið að koma upp að altari með sínu ungmenni og þiggja blessun.

* Í þeim lið er mikilvægt að hver fjölskylda fái að setjast, áður en næsta fjölskylda kemur upp. Allir bekkir verða sótthreinsaðir á milli athafna. Með þessu móti reynum við að tryggja öryggi, til að öllum líði vel.

Meginmarkmið dagsins er að veita ungmenninu þá upplifun að það sé elskað og njóti stuðnings og fermingarathöfnin mun endurspegla þá áherslu.

Við viljum hvetja foreldra til að leita leiða til að gleðjast með sínu ungmenni á þessum degi.

Í óvissuástandi reynir á sköpunargleðina og fjölskyldur hafa m.a. skipt upp veislum eða fært þær til, til að tryggja öryggi gesta. Fermingarungmennin okkar hafa sýnt af sé mikla biðlund í þessum aðstæðum.

Við hlökkum til að hitta ykkur á æfingunum og deila þessum gleðidegi.

Kveðja,

Prestar og safnaðarfólk Fríkirkjunnar.

Fermingar 2021

#########################################################

Hér má sækja skjal til skráningar fermingarbarna 2021:

Fyllið inn nákvæmlega og formið sendist sjálfkrafa til prestanna.

Val á fermingardögum eru ekki bindandi og hægt að breyta síðar.

Fermingardagar 2021:

Pálmasunnudagur 28. mars

Skírdagur 1. apríl

Laugardagur 10. apríl

Sumardagurinn fyrsti 22. apríl

Sunnudagur 2. maí

Sjómannadagurinn 6. júní

Skráningar hér:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfJI8p-amt9YqaITqMkppBsh75l9OVe7ZreJ9E0axZpVm-PdA/viewform