Fermingar 2019

Dagskráin framundan:

Sunnudaginn 17. mars verður  Kvöldvaka ( lokasamvera ) með fermingarbörnum og foreldrum í kirkjunni kl. 20. Mikilvægt að allir mæti. Við bjóðum svo fermingarbörnum og foreldrum að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu eftir stundina í kirkjunni.

Þriðjudaginn 19. mars fer fram mátun fermingarkyrtla í safnaðarheimilinu og biðjum við ykkur að mæta sem hér segir:

Þau sem fermast laugardaginn 6. apríl  mæta kl.17:00

Þau sem fermast Pálmasunnudag 14. apríl mæta kl.17:20

Þau sem fermast Skírdag mæta 17:30.

Þau sem fermast Sumardaginn fyrsta kl.10 mæta kl.17:45

Þau sem fermast Sumardaginn fyrsta kl.12 mæta kl.18:00

Þau sem fermast Sumardaginn fyrsta kl.14 mæta kl.18:15

Þau sem fermast Sunnudaginn 5. maí  mæta kl.18:30

Þau sem fermast  á Sjómannadaginn 2. júní mæta  kl.18:45

Fríkirkjusöfnuðurinn innheimtir fræðslugjald (15.000) og gjald fyrir endurnýjun og þrif á kyrtlum (2.500) sem er samtals kr. 17.500,-.

Þetta gjald greiðist við mátun fermingarkyrtla.

Ef annar tími hentar betur til greiðslu þá er það lítið mál og látið okkur þá vita.

Kær kveðja, Einar og Sigríður Kristín.