Í kjölfar veikinda af völdum Nóró-veirunnar sem kom upp á meðal breskra skáta sem dvalið hafa á Úlfljótsvatni að undanförnu, hafa skátar í samráði við heilbrigðisyfirvöld ákveðið að taka ekki á móti gestum að Úlfljótsvatni næstu þrjár vikurnar.

Af þeim sökum þurfum við að slá á frest fyrirhuguðum ferðum fermingarbarna á Úlfljótsvatn en þær voru á dagskrá síðustu helgina í ágúst og þá fyrstu í september.
Á næstu dögum verður unnið að því að finna heppilegar dagsetningar síðar í haust og verður tilkynnt um þær eins fljótt og auðið er.
Umsjónarmaður fermingarferða Fríkirkjunnar er Guðmundur Pálsson, skáti og bassaleikari Fríkirkjubandsins. Hann er jafnframt innanbúðarmaður á Úlfljótsvatni og vaktar fyrir okkar hönd stöðu mála og veitir fúslega allar nánari upplýsingar (gudmundur@skatar.is / 696 4063).
Engar vísbendingar benda til þess að veikindin eigi upptök sín á Úlfljótsvatni. Sýking af völdum Nóró-veirunnar lýsir sér sem upp- og niðurgangspest sem varir í skamman tíma.
:: Nánar um málið á Mbl.is
:: Nánar um málið á Vísir.is