Við leitum enn á ný til safnaðarins,  með stuðning upp á  2.100 kr.    Þessar greiðslur í heimabanka eru eins og áður valfrjálsar og án allra kvaða.

Þessi framlög safnaðarbarna renna alfarið til að kosta safnaðarstarfið hjá kirkjuna, efla hana og treysta sem og til viðhalds á friðaðri kirkjunni okkar.

Sóttvarnir hafa eins og örðum gert Fríkirkjunni erfitt fyrir og minna um starf, heldur en við hefðum kosið. Helgistundir á netinu og sunnudagaskólinn hafa fallið í góðan jarðveg enda lagði starfsfólk kirkjunnar sig sérstaklega fram um að standa vel að verki. Metnaður var líka lagður í faglega umgjörð, upptöku og útsendingu í góðum gæðum.

Fermingar eru fyrirhugaðar á sjómannadag og síðan síðsumars. Á sama tíma verða ný fermingarbörn boðin velkomin til fræðslu næsta vetrar.

Við væntum þess að Fríkirkjufólkið taki vel söfnun frjálsra framlaga nú sem áður og létti okkur þannig róðurinn við að vandasaman rekstur á starfinu og viðhaldi kirkjunnar.

Einar Sveinbjörnsson, form. safnaðarstjórnar