Góðvinur Fríkirkjunnar og Hafnfirðingur, Ásmundur Stefánsson, hefur um árabil safnað gömlum myndum af byggðinni í Hafnarfirði.  Þær eru frá ýmsum tímum, sú elsta frá því fyrir aldamótin 1900 og nýjasta frá því um 1980.  Ásmundur hefur rammað inn myndirnar sem eru yfir 20  af natni og alúð.
Meiningin er að hengja þær allar upp til frambúðar hér í safnaðarheimilinnu og verða þannig aðgengilegar sem flestum.
Ásmundi er þakkað kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sína til kirkjunnar.