Kór Fríkirkjunnar hefur eflst mjög á síðustu árum og eru nú í kórnum á fjórða tug félaga.
Samhliða því að syngja við guðsþjónustur leggja kórfélagar mikið upp úr góðum félagsskap og er jafnan glatt á hjalla á kóræfingum. Kirkjukórinn æfir í safnaðarheimilinu á miðvikudögum kl.18:30 og eru þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í starfi kórsins beðnir að hafa samband við stjórnanda kórsins sem er Örn Arnarson s 861 9234. Formaður kórsins er Guðrún Hjartardóttir.
Sjá heimasíðu kirkjukórsins: frikirkjukorinn.123.is/