Kvenfélagið

 

Vetrarstarf Kvenfélags Fríkirkjunnar 2017-18 

SUNNUDAGINN 1. OKTÓBER verður  kaffisala að lokinni messu í kirkjunni. Ath. messan hefst kl. 14.00.

Við treystum á þig eins og áður að senda okkur köku eða eitthvað annað.  Allt er þegið með þökkum.   Tekið á móti kökum frá kl. 11.00 f.h., í safnaðarheimilinu.

 

MIÐVIKUDAGINN 4. OKTÓBER verður fyrsti fundur vetrarins í safnaðarheimilinu við Linnetstíg 6, kl. 20.00.  Vetrarstarfið kynnt.

 

MIÐVIKUDAGINN 1. NÓVEMBER.  Fundur í safnaðarheimilinu kl. 20.00.  Óvænt uppákoma

Nánar auglýst síðar.

 

SUNNUDAGINN 3. DESEMBER  kl. 20.00 verður jólafundurinn í Skútunni.  Að venju verður fjölbreytt dagskrá og happdrætti.  Allir velkomnir.

 

MIÐVIKUDAGINN 7. FEBRÚAR 2018, verður aðalfundur í safnaðarheimilinu kl.20.00.

Venjuleg aðalfundarstörf

 

SUNNUDAGINN 11. MARS 2018 verður okkar árlegi basar í safnaðarheimilinu, að messu lokinni.

Messan hefst k. 13.00.  Nánar auglýst síðar.

 

Barnastarfið er hvern sunnudag kl. 11.00 í kirkjunni.  Kvenfélagið styrkir m.a. barnastarfið, kirkjuna og starfsemi hennar.

 

Við viljum vekja athygli þína á að árið 2018 verður  Kvenfélag Fríkirkjunnar 95 ára.  Nú þegar hefur verið hafinn  undirbúningur afmælisferðar í tengslum við afmælið.  Fyrirhugað er að ferðin verði haustið 2018.  Nánari dagsetning og dagskrá verður auglýst síðar.

 

Fríða Sæmundsdóttir, formaður.                   Sími  8206563

Unnur Elfa Guðmundsdóttir ritari.               Sími  6645801

Ragna Valdimarsdóttir, gjaldkeri.                 Sími  8442952

Birna Guðmundsdóttir, meðstjórnandi.       Sími  8604014

Lilja Dögg Gylfadóttir, meðstjórnandi.         Sími  6667488

 

8_img_1828

Nánari upplýsingar veitir Fríða Sæmundsdóttir í síma: 8206563 eða í tölvupósti: fridas@landsbankinn.is

 

SAGA KVENFÉLAGSINS

Kvenfélagið (úr Sögu Hafnarfjarðar, 2. bindi, bls. 408-409):
,,Fyrsta verkefni Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins var að greiða kostnað við að setja upp ljós í kirkjunni og sjá um hreinsun hennar. Síðan hafa konurnar annazt um að prýða kirkjuna og lagt til búnað hennar og skrúða prestsins. Auk þess hefur kvenfélagið styrkt kirkjustarfið á ýmsan annan hátt, t.d. tekið þátt í orgelkaupum, greiðslu til organinstans, viðhaldi kirkjunnar o.fl. Fjár til starseminnar hefur félagið aflað með bösurum, hlutaveltum, happdrætti, úti- og inniskemmtunum og stundum með merkjasölu. Við Fríkirkjuna var stofnaður minningarsjóður um frú Guðrúnu Einarsdóttur, fyrsta formann kvenfélagsins, og hefur þessi sjóður oft hlaupið undir bagga, þegar fjárfrekar framkvæmdir við kirkjuna hafa verið á döfinni. Á síðari árum hefur Kvenfélag Fríkirkjusafnaðrins ásamt safnaðarstjórn og safnaðarprestum unnið að því að koma á fót barnasamkomum í kirkjunni til að laða börnin að kirkjulegu starfi. Kvenfélagið kostar þetta starf að öllu leyti, og hafa barnasamkomurnar verið vel sóttar. Þá hafa félagskonur gert sér glaðar stundir, er þær hafa komið saman til að vinna að ymsum menningarmálum.”

Framangreint er úr Sögu Hafnarfjarðar 1908-1983. Starfinu eins og það hefur þróast síðan þá gerum við skil við fyrsta hentgleika. (jgr / 2. maí, 2009)