Tónlistarstjórinn okkar í Fríkirkjunni hann Örn Arnarson var í viðtali í Fjarðarpóstinum á fimmtudaginn (17. nóvember).
„Ég er titlaður tónlistarstjóri. Starfið felst nokkurn veginn í því sem organistar sjá venjulega um í kirkjum nema hvað ég spila á gítar en ekki orgel. Ég æfi og stjórna kirkjukórnum og hljómsveit kirkjunnar, en við erum með litla hljómsveit við flestar messur og kvöldvökur og ekki síst sunnudagaskólann þar sem alltaf er mikið stuð. “
 
Greinin í Fjarðarpóstinum er annars öll hér: http://fjardarposturinn.is/tonlistarstjori-med-gitardellu/