Fermingar sunnudaginn 8. maí

13087054_454064071468785_2730206998634765642_o

Á sunnudaginn 8. maí fermast 24 börn í Fríkirkjunni. Fyrri athöfnin er kl. 11 og síðari kl. 13. Eins og venjulega verða merktir bekkir fyrir fjölskyldur, en þar sem þetta verða minni hópar en á stærstu fermingardögunum verður nægt pláss í kirkjunni fyrir alla þá sem vilja gleðjast á þessum degi með krökkunum. Myndin er frá sumardeginum fyrsta sl.  

Fjölskyldustund í Kaldárseli 1. maí kl 11

6855117474_40d3caa3f7_b-e1334840416939-500x204

Eins og venjan er í sumarbyrjun, flytur Fríkirkjan sig um set og upp í Kaldársel. Fjölskyldugleðin verður að þessu sinni sunnudaginn 1. maí kl. 11. Krílakórarnir syngja, Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið spilar. Grillaðar pylsur að vanda og kaffihlaðborð.  Allt í boði kirkjunnar, en baukur fyrir frjáls framlög að vild. Oftast hefur veður leikið við okkur og dagskráin verið úti. [Lesa meira...]

13. mars: Sunnudagaskólinn kl. 11, Messa kl. 13 og basar kvenfélagsins á eftir

Screen Shot 2016-03-09 at 09.31.01

Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði heldur sinn árlega basar sunnudaginn 13. mars n.k. Messa hefst kl. 13:00 og að henni lokinni hefst basarinn í safnaðarheimilinu.   Ýmislegt verður á boðstólnum og tala myndirnar sínu máli. Kvenfélagskonur eru hvattar til að mæta og taka með sér gesti, einnig biðjum við ykkur að deila þessari auglýsingu. BASARNEFND KVENFÉLAGS FRÍKIRKJUNNAR Í [Lesa meira...]

Samvera á sunnudaginn

adalmynd

Það verður nóg um að vera hjá okkur næsta sunnudag! Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11 og Guðsþjónusta kl. 13. Við hvetjum fermingarbörnin okkar til þess að bjóða ömmu og/eða afa með sér. Nú styttist í fermingar og þar sem þetta er fjölskylduviðburður er tilvalið að bjóða ömmu og afa að upplifa kirkjuna og sönginn!