Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins, þriðjudaginn 17. maí kl. 20.

Safnaðarheimili

Boðað er til aðalsafnaðarfundar Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði þriðjudaginn 17. maí 2016 kl. 20. Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf 1. Fundarsetning, kjör fundarstjóra og ritari. 2. Fundargerð síðasta aðalfundar. 3. Skýrsla stjórnar og framlagning ársreiknings 2015. 4. Prestar flytja skýrslu um safnaðarstarfið. 5. Starfsemi Kvenfélags og Bræðrafélags. 6. [Lesa meira...]

Fundur með fermingarbörnum næsta árs á miðvikudag

Fundur með fermingarbörnum næsta árs. N.k. miðvikudagskvöld 11. maí verður samvera í kirkjunni með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Starfið verður kynnt og kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir söng. Samverustundin hefst kl.19:30 og hafa þau sem skráð eru í söfnuðinn þegar fengið bréf.

Til þeirra sem fengu sent bréf um fermingar 2017

Í bréfi sem prestarnir þau Sigga og Einar sendu til væntanlegra fermingarbarna 2017, fóru tvær meinlegar villur sem hér með leiðréttast. Annars vegar læddist inn að fermingardagar væru vorið 2016 í stað 2017. Og svo segir að Sumardagurinn fyrsti sé 27.apríl en, en hann er 20. apríl á næsta ári.

Fermingar sunnudaginn 8. maí

13087054_454064071468785_2730206998634765642_o

Á sunnudaginn 8. maí fermast 24 börn í Fríkirkjunni. Fyrri athöfnin er kl. 11 og síðari kl. 13. Eins og venjulega verða merktir bekkir fyrir fjölskyldur, en þar sem þetta verða minni hópar en á stærstu fermingardögunum verður nægt pláss í kirkjunni fyrir alla þá sem vilja gleðjast á þessum degi með krökkunum. Myndin er frá sumardeginum fyrsta sl.