Aðalsafnaðarfundur Fríkirkjusafnaðarins 23. maí kl. 20

Þá er komið að árlegum aðalsafnaðarfundi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, fimmtudaginn 23. maí. kl. 20. Breyting er frá auglýsingu m.a. í Fjarðarfréttum að fundurinn verður í kirkjunni, en ekki safnaðarheimilinu. Aðalfundurinn verður með hefbundnu sniði og auk afgreiðslu reikninga og kjör í safnaðarstjórn ofl. verður farið yfir starf og áherslur í Fríkirkjunni. Söfnuðurinn stendur traustum fótum, [Lesa meira...]

Kynningarfundur ferminga 2020

Miðvikudagskvöldið 15. maí kl. 20:00 í Fríkirkjunni verður kynningarfundur með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.Bent er á rafræna skráningu á heimasíðu kirkjunnar og hér á síðunni.

12. maí – fjölskylduhátíð í Hellisgerði

Fríkirkjan lýkur vetrarstarfi með fjölskylduhátíð í Hellisgerði. Í fyrra vorum við í fyrsta skipti í Hellisgerði og tókst vel til. Þrammað verður í skrúðgöngu með lúðrablæstri og söng frá safnaðarheimilinu rétt eins og síðast Spáð er ágætu veðri, sól með köflum léttri golu og 7 stiga hita.