Sunnudagaskóli 28.febrúar

12715987_430281737180352_156671908499874195_o

Sunnudaginn 28. febrúar verður sunnudagaskólinn á sínum stað og tíma kl. 11. Sunnudagaskóli Fríkirkjunnar er vinsæll og vel sóttur enda alltaf eitthvað um að vera. Frést hefur að tónlistin verði með nýstárlegu sniði að þessu sinni. Myndin er frá öskudagsgleði í kirkjunni fyrr í mánuðinum.

21. febrúar: Sunnudagaskóli og poppmessa

IMG_2989 copy

Komandi sunnudag, 21. febrúar verður mikið um að vera í Fríkirkjunni. Sunnudagskólinn verður kl. 11 og fríkirkjubandið heldur uppi stemmingunni með sunnudagskólafólkinu okkar. Kl. 20 um kvöldið er síðan kvöldvaka.  Hún verður með poppmessu sniði, en ekkert frekar er látið uppi með dagskrána. Að venju eru allir hjartanlega velkominir í Fríkirkjuna.

Samvera á sunnudaginn

adalmynd

Það verður nóg um að vera hjá okkur næsta sunnudag! Sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11 og Guðsþjónusta kl. 13. Við hvetjum fermingarbörnin okkar til þess að bjóða ömmu og/eða afa með sér. Nú styttist í fermingar og þar sem þetta er fjölskylduviðburður er tilvalið að bjóða ömmu og afa að upplifa kirkjuna og sönginn!