Fermingar á laugardag og Kvennakirkjan á sunnudag 10. apríl

Mikil dagskrá verður í Fríkirkjunni um helgina. Á laugardag verða fjölmennar fermingar í kirkjunni kl. 11:00 og sú síðari 13:00 Á sunnudag fáum við árlega heimsókn kvennakirkjunnar. Kvennakirkjan verður með guðsþjónustu kl. 20:00 og þar eru allir hjartanlega velkomnir, boðið verður upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Sunnudagskóli 3. apríl

Dimpy Stuff Couple

Sunnudagaskólinn kemur aftur saman eftir stutt páskafrí nú 3. apríl kl. 11. Síðan á hverjum sunnudegi í apríl og eins og venjulega verða lokin í Kaldárseli í byrjun maí, að þessu sinni 1. maí. Kvöldmessa sem áður var skv. dagskrá fellur hins vegar niður !

Athafnir í Fríkirkjunni fram yfir páska

krossinn

Föstudagur langi, 25. mars kl. 17. Kyrrðarstund við krossinn. Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir leiðir stundina.   Páskadagur kl. 08. Að venju er hátíðarmessa kl. 8 á páskadagsmorgni og er þá boðið upp á morgunverð í safnaðarheimilinu eftir messu. Fríkirkjukórinn hefur haft veg og vanda veitingum í morgunkaffinu undanfarin ár og er svo einnig nú.

Fyrstu fermingarnar nú á pálmasunnudag

11052505_353569431518250_5536601840841267315_o

Á sunnudaginn fermast 25 börn í Fríkirkjunni i Hafnarfirði. Fermingarathafnirnar nú á pálmasunnudag verða tvær, sú fyrri kl. 11 og síðari kl. 13. Eins og venjulega er merktur heill bekkur hverju fermingarbarni fyrir fjölskyldur og aðstandendur. Öftustu bekkjunum er ekki ráðstafað og síðan er nóg pláss uppi á kirkjulofti. Það er pláss fyrir alla sem vilja fylgjast með og taka þátt í þessari [Lesa meira...]