Upplýsingar um fermingarstarfið í upphafi árs

Fermingarstarfið hefst í næstu viku: Dagskráin er eftirfarandi: Þriðjudagur 12. janúar Hópur A kl. 17 og hópur B kl. 18. Lesa í Con Dios bl.66-73 Þriðjudagur 19. janúar Hópur C kl. 17 og hópur D kl. 18.Lesa í Con Dios bl.66-73 Þriðjudagur 26.janúar Hópur A kl. 17 og hópur B kl. 18. Lesa í Con Dios: bls. 88-94 Þriðjudagur 2.febrúar Hópur C kl. 17 og hópur D kl. [Lesa meira...]

Helgihald um hátíðirnar

kirkja_Helga Linnet

Aðfangadagur: Aftansöngur kl.18. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Arnar Arnarsonar. Organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson. Einsöngur: Kristín Erna Blöndal. Jólasöngvar á jólanótt kl.23:30. Jólakvartett Fríkirkjunnar syngur.   Jóladagur: Hátíðar- og fjölskylduguðsþjónusta kl.13. Krílakórinn syngur ásamt kirkjukórnum.   Gamlársdagur: Aftansöngur [Lesa meira...]

Jólaball Fríkirkjunnar á Thorsplani

10676238_315837631958097_5519342368466664826_n

Nú á sunnudaginn, 20. desember kl. 11 er komið að jólaballi sunnudagaskólans í Jólaþorpinu á Thorsplani. Ævinlega mikið fjör og von er á jólasveini. Ef í harðbakkann slær með veður flytjum við herlegheitin upp í kirkju. Allir velkomnir og ekkert aldursbil !

Heimsóknir skólabarna á aðventu

Screen Shot 2015-12-16 at 13.39.02

Þau hafa skipt hundruðum skólabörnin sem hafa heimsótt kirkjuna flesta morgna frá því 3. desember. Yfirleitt hafa báðir prestarnir tekið á móti krökkunum og Sigga síðan spjallað við þau um kirkjuna, aðventuna og komu jólanna.  Örn er með gítarinn og sungnir saman sálmar sem og og þekkt jóla- og aðventulög á lágstemmdu nótunum.  Á eftir er síðan heitt súkkulaði og smákökur í [Lesa meira...]

Jólastund með Erni og Ernu

12375114_10207288775951510_7433151670126465610_o

Þriðjudaginn 16. desember ætla þau Örn og Erna að flyja jólatónlist í Fríkirkjunni.  Ásamt Guðmundi Pálssyni bassaleikara Fríkirkjubandsins. Eins og þau segja sjálf að þá er stefnt að notalegri samveru þar sem við ævafornu vinirnir ætlum að setjast niður og syngja og spila falleg jólalög. Engin aðgangseyrir en það verður lítill baukur til að safna fyrir söfnunarbauk kirkjunnar ! (þetta er [Lesa meira...]