18. mars – sunnudagskóli og lokasamvera

18. mars verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11.  Þær Erna og Ragga sjá um dagskrána og Fríkirkjubandið um tónlistina. Athugið að sunnudagaskólinn fellur síðan niður tvö næstu skipti, á pálmasunnudag verða fermingar og þar á eftir páskadagur.   Um kvöldið kl. 20 í kirkjunn er síðan  lokasamvera fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. Með henni lýkur fermingarfræðslunni.  Jón [Lesa meira...]

Basar Kvenfélagsins – góð sala

Kvenfélag Fríkirkjunnar gekk ljómandi vel eins og oftast áður.           Slegist var um terturnar og handagangur í öskjunni við kökuborðið. Kvenfélagið er stoð og stytta fyrir söfnuðinn og tekjur af sölu á basarnum renna til barnastarfs kirkjunnar og annara góðra verkefna sem styðja við blómlegt safnaðarstarfið.

Til fermingarbarna og forelda: mátun kyrtla 13. mars og lokasamvera 18. mars.

Til fermingarbarna og foreldra.    Þriðjudaginn 13. mars fer fram mátun fermingarkyrtla í safnaðarheimilinu og biðjum við ykkur að mæta sem hér segir: Þau sem fermast:  Pálmasunnudag mæta  kl. 17:00  Skírdag mæta kl.17:20  laugardaginn 14. apríl  mæta kl.17:30  Sumardaginn fyrsta kl.10 mæta kl.17:45 Sumardaginn fyrsta kl.12 mæta kl.18:00 Sumardaginn fyrsta kl.14 mæta kl. [Lesa meira...]

Basar kvenfélags Fríkirkjunnar kl. 14 nk. sunnudag, fjölskyldumessa á undan

Sunnudaginn 11. mars er dagskráin eftirfarandi: Sunnudaginn 11. mars er sunnudagaskóli kl. 11:00. Syngjandi gleði fyrir alla aldurshópa. Fjölskyldumessa verður kl. 13:00 og að henni lokinni verður basar Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði í safnaðarheimilinu. Í messunni munu Barnakórinn og Krílakórar kirkjunnar koma fram ásamt Fríkirkjukórnum og Fríkirkjubandinu. Hulda Sóley [Lesa meira...]

Fermingarfræðslu að ljúka

Nú þessa dagana er fermingarfræslunni að ljúka.  Einar Eyjólfsson var glaður í bragði í Fríkirkjunni í gær með seinni hópinn svokallaða, en krkkarnari hafa mætt í fræðsluna annan hvern þriðjudag allt frá septemberbyrjun. Fyrsta fermingin verður á pálmasunnudag, en alls verða rúmlega 160 börn fermd að þessu sinni í 10 athöfnum.  Sú síðasta í byrjun júní á Sjómannadaginn. [Lesa meira...]