Jólaball Fríkirkjunnar á Thorsplani í sjónvarpinu

Sunnudaginn 10. des var okkar árlega jólaball sunnudagaskólans á Thorsplani. Fólk lét ekki kuldan á sig fá og fjölmenntu í ár, enda gleði og jólagaman. Jólasveinninn mætti ekki einn á svæðið, heldur kom sjóvarið (RÚV) einnig og birti fína umfjöllun í kvöldfréttum. Sjá fréttina hér: http://ruv.is/sarpurinn/klippa/jolaball-i-hafnarfirdi  

9. og 10. des – mikið um að vera í Fríkirkjunni

Dagskrá helgina 9. – 10. desember Jólatónleikar kirkjukórsins verða haldnir laugardaginn 9. des kl. 16. Góð stund og notaleg samvera á aðventunni.  Miðar seldir við innganginn. Verð kr. 2.000 . . . . . Jólaball á Thorsplani sunnudaginn 10. des. kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir stundina ásamt Huldu Sóleyju Kristbjarnardóttur.  . . . . . Aðventukvöldvaka sunnudaginn 10. des. [Lesa meira...]

Vinningar dregnir út á jólafundi Kvenfélags Fríkirkjunnar

Eins og ævinlega var jólafundur Kvenfélags Fríkirkjunnar, 3. des., mjög vel heppnaður. Hann er ævinlega 1. sunnudag í aðventu, en veður og ófærð hefur stundum sett strik í reikninginn.  En ekki í gær, í besta veðri í sal Hafnarfjarðarkirkju eftir áralanga hefð í Skútunni.  Henni hefur nú verið lokað og kallaði á breytingar. 120 komur á öllum aldri mættu og skemmtu sér.  Hápunkturinn er [Lesa meira...]

Jólafundur kvenfélags Fríkirkjunnar 3. desember kl. 20 – á nýjum stað

Hinn árlegi jólafundur kvenfélagsins verður haldinn sunnudaginn 3. desember n.k. kl 20:00 í Hásölum, Strandgötu 49. Athugið að fundurinn er á nýjum stað ( í safnaðarheimili þjóðkirkjunnar) Skemmtilegar uppákomur, happdrætti og fl. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir Bestu kveðjur stjórn kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði