Barnakórar Fríkirkjunnar

Barnastarfið í Fríkirkjunni er kraftmikið Þriðja árið heldur Fríkirkjan úti barnakórum sem Erna Blöndal sér um ásamt Ragnheiði Þóru Kolbeins leikskólakennara og Erni tónlistarstjóra.  Hjá þessu öfluga fólki er ekki síður um tónlistrarstarf og -uppeldi á ræða fremur en hefðbundna kóra. Kórarnir eru þrír: Krílakór yngri fyrir 2ja og 3ja ára.  Hann æfir á miðvikudögum kl. 16:30 Krílakór [Lesa meira...]

Kvöldvaka 24. september kl. 20 og sunnudagaskóli kl. 11

Á sunnudaginn verður kvöldvaka kl. 20.  Við fáum góðan gest, David Anthony Noble, sem margir kannast við sem kaffibarþjón á Pallett í Hafnaðfirði. Í trúmálum tilheyrir David svokölluðum kvekurum og hann mun áreiðanlega segja frá þeim og ýmsu fleiru í hugvekju sinni. Áhersla á  tónlist með Fríkirkjubandinu og Fríkirkjukórnum.  Erna syngur einsöng   Sunnudagaskólinn er ævinlega á [Lesa meira...]

Myndagjöf frá Almari og Önnu

Almar Grímsson sem var formaður safnaðarstjórnar á árum áður færði ásamt konu Önnu Guðbjörnsdóttur forláta mynd af Fríkirkjunni.  Ensk vinkona þeirra málaði Austurgötuna í forgrunni og Fríkirkjuna í litum eins og leit út hér á árum áður.  Stílfærð og skemmtileg mynd  sem komið verður fyrir á vegg í  Safnaðarheimilinu.

Frábær fermingarferð á Úlfljótsvatn

Frábær fermingarferð að Úlfljótsvatni um helgina!  Hópnum var skipt í tvennt, sá fyrri frá föstudegi til laugardags og sá seinni fram á sunnudag.   Fínir krakkar og mikill kraftur í útidagsskránni þó aðeins hafi rignt. Förum með tilhlökkun inn í veturinn eftir þessa góða viðkynningu! Þökkum innilega öllum þeim sjálfboðaliðum sem gerðu það mögulegt að eiga svona góða daga saman. [Lesa meira...]