Pálmasunnudagur – þrjár fermingar, sunnudagaskólinn fellur niður

Á pálmasunnudag 9. apríl verða þrjár fermingar í Fríkirkjunni Kl. 10 Kl.12 og Kl. 14. Sunnudagaskólinn fellur því  niður og reyndar einnig næst, þ.e. á páskadag.  fyrir utan þessa tvo og e.t.v. einnig um jól og áramót er sunnudagaskólinn fastur punktur hjá Fríkirkjunni því í fyrjun september og út apríl. Á myndinni hér að ofan  brugðu þrír strákar á leik sl. laugardag 1. apríl. [Lesa meira...]

Fermingardagar 2018

Hér að neðan má sjá fermingardaga hjá okkur í Fríkirkjunni næsta vor   25. mars, Pálmasunnudagur 29. mars, skírdagur 14. apríl, Laugardagur 19. apríl, Sumardagurinn fyrsti 13. maí, Sunnudagur 3. júní, Sjómannadagurinn

19. mars: Stór dagur í Fríkirkjunni

Sunnudaginn 19. mars verður mjög margt um að vera í Fríkirkjunni. Kl 11 er sunnudagskóli Kl. 13 er messa sem við köllum vinamessu. Þar syngja barnakór og krílakórar. Kl. 14.  Basar Kvenfélagsins hefst að lokinni vinamessu. Kl. 20. er síðan .lokasamvera fermingarbarna og foreldra. Veitingar í safnaðarheimimli á eftir.