Fríkirkjan í Fjarðarpóstinum

Frétt um aðalfund kvenfélags Fríkirkjunnar er í Fjarðarpóstinum í dag, 9. febrúar.  Segir það líka frá höfðinglegri penginagjöf félagsins vegna heilmálunar kirkjunnar sem fyrirhugað er að fara í sumar. Start kvenfélagsins er kraftmikið og mikilvægur bakhjarl kirkjunnar og safnaðarstarfsins.  

Bibba

Friðbjög Proppé, sem altaf er kölluð Bibba, átti afmæli sl. sunnudag 6. febrúar.  Bibba er að öðrum ólöstuðum ötulasti kirkjugestur Fríkirkjunnar og hefur sótt Sunnudagskólann í áratugi.  Og nú þegar Bibba átti 67 ára afmæli var að sjálfsögðu sunginn afmælissöngurinn henni til heiðurs.  Á eftir  spilaði hún á  hljómborðið sitt með Fríkirkjubandinu og tóku kirkjugestir vel undir. Sannkallaður [Lesa meira...]

Kirkjukórinn klæddur

Frá því í haust hefur verið unnið að því að endurnýja bárujárnið á kirkjukórnum, skrúðhúsi og inngangnum bakatil.  Hér um árið þegar kirkjan var nánast endurbyggð (1997-98) þótti þessi hluti kirkjunnar heillegur.  En tíminn vann á gamla járninu sem farið var að ryðga. Í ljós kom að viðirnir undir voru mjög heillegir, en fúi reyndar kominn í glugga og vatnsbretti. Smiðirnir okkar þeir Guðjón [Lesa meira...]