29. mars – streymi úr Fríkirkjunni

Sunnudaginn 29. mars kl. 11:00 ætlum við að halda áfram streyma til ykkar umvefjandi og uppörvandi orðum og fallegri tónlist. En einnig sunnudagaskóli sem hefst kl. 14:00 með söng og gleði.Við hvetjum ykkur að njóta þess að koma saman, horfa og taka þátt. Þetta eru stuttar og notalegar stundir og við vonum svo sannarlega að við náum að skila til ykkar nærveru og væntumþykju og sendum [Lesa meira...]

Þakklát fyrir góðar viðtökur

Útsending Fríkirkjunnar á helgistund og sunnudagaskóla um liðna helgi féllu í góðan jarðveg og þúsundir hafa horft á myndböndin. Þökkum þeim sem gerðu þetta gerlegt. Smá misræmi var í styrk hljóðs í beinu útsendingunni og Halldór Árni Sveinsson sem sá um upptökuna og tæknimálin hefur endurhljóðblandað. Bæði innslögin má enn sjá á fésbókarsíðu Fríkirkjunnar. Við ætlum að gera meira að þessu á [Lesa meira...]

Helgistund í beinni – 22.mars kl.11

Hjartans vinir, á sunnudaginn kl. 11:00 verðum við með beina útsendingu á facebook frá notalegri helgistund sem okkur langar að eiga með ykkur öllum nær og fjær. Henni verður streymt hér: http://facebook.com/frikhafn/ Litli hópurinn í helgistundinni verður þessi:Sr. Einar, Sr. Sigurvin, Örn gítar, Gummi bassaleikari, Skarpi píanóleikari, Halla, þverflautuleikari, Áróra, söngkona og [Lesa meira...]