Þau Erna og Örn urðu þessu heiðurs aðnjótandi að spila og syngja við afhendingu Íslensku Bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum 30. janúar.
Lögin voru:
Mater, frumflutt lag Ernu við texta Auðar Övu Ólafsdóttur skálds.
Vikivaki eftir Jóhannes úr Kötlum við lag Valgeirs Guðjónssonar.  Það fallega lag hefur  Erna sungið í Fríkirkjunni.
Dagskráin var sýnd beint á RÚV og finnst í Sarpinum hér:
http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/islensku-bokmenntaverdlaunin-2018/20180130
 
Hér er slóð  fyrir forvitna.  Fyrra lagið hefst á 9. mín og það síðara á 37. mín.