Á sjómannadaginn fermdust 35 ungmenni í 6 stuttum athöfnum, þar sem áhersla var lögð á samveru nærfjölskyldunnar en altarisgöngur og snertingar aflagðar. Þær stundir gáfust vel og við komum til með að hafa sama fyrirkomulag nú í haust.

Fermingarnar 22. og 23 ágúst sem og 30. ágúst verða með svipuðu sniði og 8 ungmenni fermd í einu.

Í óvissuástandi reynir á sköpunargleðina og fjölskyldur hafa m.a. skipt upp veislum eða fært þær til, til að tryggja öryggi gesta. Fermingarungmennin okkar hafa sýnt af sé mikla biðlund í þessum aðstæðum.

Dæmi um tp. sem á að hafa farið til allra er inn á undirsíðu ferminga

Við hlökkum til að hitta ykkur að nýju og deila þessum gleðidegi.

Kveðja,

Prestar og safnaðarfólk Fríkirkjunnar.