Fjölbreytt vetrarstarf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði hefst
fimmtudaginn 12. september!
Sunnudagaskólinn hefst 15. September
Skráningar í tónlistarstarfið fara fram hér á heimasíðunni eða facebooksíðum hópanna.
Allir viðburðir eru auglýstir sérstaklega inn á facebooksíðu kirkjunnar https://www.facebook.com/frikhafn
Sunnudagar:
Sunnudagaskóli flesta sunnudaga kl. 11:00 – fylgist með heimasíðunni þegar starfið er hafið
Kærleikur, friðarboðskapur, söngur og gleði með Fríkirkjubandinu.
Umsjón: Erna Blöndal, Edda Möller og Milla.
Tvær kvöldvökur í mánuði kl. 20:00 – fylgist með tímasetningum á facebook
Notalegar samveru- og helgistundir með prestunum okkar þeim
sr. Einari og sr. Margréti Lilju ásamt stundum góðum gestum.
Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið flytja tónlistina undir
stjórn Arnar Arnarsonar, tónlistarstjóra.
Tónmóðir eilífðarinnar einu sinni í mánuði kl. 20:00 –
Samtal um tónlist, lífið og hversdaginn.
Umsjón Erna Blöndal, söngkona og tónmóðir.
Stundirnar verða auglýstar sérstaklega á facebook síðu kirkjunnar.
Mánudagar:
16:30 Krílakór yngri 1 árs og tveggja ára
17:00 Krílakór eldri 3ja til 4ra ára
facebooksíða: Krílakórar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
https://www.facebook.com/groups/1032354254450785
Þriðjudagar:
10:30 – 11:10 Krílasálmar 3ja mánaða til 16 mánaða
facebooksíða: Krílasálmar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði veturinn 2024-2025
https://www.facebook.com/groups/3707591606138671
Fermingarfræðsla kl. 17:00 – 18:00 og 18:00 – 19:00
facebooksíða: Fermingarhópur 2025
https://www.facebook.com/groups/3646716738937189
Kvenfélagsfundir fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 20:00
Í kvenfélagi kirkjunnar eru dásamlegar konur á öllum aldri sem halda þétt utan um kirkjuna sína og þar hefur barnastarfið alltaf verið í fyrirrúmi. Hér eru miklar kærleikskonur á ferð sem kunna að hafa gaman saman. Ef þig langar að vera með í gleðinni þá sendirðu póst á kvenfélag@frikirkja.is
Prjónagleði annan þriðjudag í mánuði kl. 19:30 – 21:30 Fyrsta prjónagleðin verður 8. október
Dásamlegur félagsskapur, prjónagleði, spjall, hlátur og gúrme, – er hægt að hafa það eitthvað betra!
Umsjón: Erna Blöndal
faccebooksíða: Prjónagleði Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
https://www.facebook.com/groups/321209680532932
Miðvikudagar:
18:30 – 21:00 Æfingar Fríkirkjukórsinn. Áhugasamir hafi samband við Örn Arnarson, tónlistarstjóra
Fimmtudagar:
17:00 – 17:30 Litli kór 5 og 6 ára
Umsjón: Auður Guðjohnsen og Erna Blöndal
facebooksíða: Litli kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
https://www.facebook.com/groups/818139880423742
17:30 – 18:15 Barnakórinn 2. – 6. bekkur
Umsjón: Auður Guðjohnsen og Erna Blöndal
facebooksíða: Barnakór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2024-2025
https://www.facebook.com/groups/843716386892919
18:30 – 20:15 Sönghópurinn Einar/Sönghópur kvenna. Skráning inn á heimasíðu kirkjunnar. Áhugasamar hafi samband við Ernu Blöndal erna@frikirkja.is
Umsjón: Auður Guðjohnsen og Erna Blöndal
facebooksíða: Sönghópurinn Einar
Gönguferð fyrsta laugardag í mánuði kl. 10:00 Fyrsta gangan verður 5. október
Einu sinni í mánuði leggja göngugarpar Fríkirkjunnar af stað í létta göngu frá safnaðarheimilinu
Við ætlum að fara hægt af stað en bæta svo í ef vel gengur. Mikilvægt er að fylgjast vel með facebook síðunni því þar munu öll samskipti fara fram.
Þið eruð öll hjartanlega velkomin. Við leggjum af stað kl. 10:00
Umsjón: Erna Blöndal og sjálfboðaliðar.
Facebooksíða: Göngu-Garpar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
https://www.facebook.com/groups/2611878969016240
Fermingar
Nú þegar hafa yfir 230 ungmenni skráð sig til þátttöku í fermingarstarfi kirkjunnar. Við hvetjum ykkur til að fá aðgang að facebooksíðunni Fermingarhópur 2025 https://www.facebook.com/groups/3646716738937189
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við prestana eða senda fyrirspurn á netfangið ferming@frikirkja.is
Fermingarfræðslan fer fram alla þriðjudaga kl. 17:00 og kl. 18:00.
Skráningar í tónlistarstarf barna fer fram inn á heimasíðu kirkjunnar frikirkja.is og facebook síðum hópanna. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á erna@frikirkja.is
Sönghópurinn Einar leitar að kvennröddum. Einar er hópur kvenna sem nýtur þess að syngja, spjalla, hlægja og borða eitthvað gott. Lagavalið er fjölbreytt og getur á stundum verið krefjandi en ánægjan og gleðin skiptir öllu máli. Við höfum verið að syngja lög eftir Magga Eiríks, Gunna Þórðar, Ellen Kristjáns og Auði Guðjohnsen og fleiri og fleiri. ABBA lögin hafa einnig komið sterk inn.
Stjórnendur eru Auður Guðjohnsen og Erna Blöndal. Nánari upplýsingar erna@frikirkja.is
Fríkirkjukórinn getur einnig bætt við sig röddum. Fríkirkjukórinn er dásamlegt samfélag fólks sem nýtur þess að koma saman og syngja. Skemmtilegt fólk, söngur og gleði, – er hægt að hafa það eitthvað betra! Kórinn syngur í tveimur kvöldvökum í mánuði ásamt því að taka þátt í helgihaldi á jólum og páskum og öðrum tilfallandi verkefnum.
Áhugasamir hafi samband við Örn Arnarson, tónlistarstjóra orn@frikirkja.is
Allar nánari upplýsingar um starfsemi kirkjunnar er hægt að fá inn facebook síðu kirkjunnar Fríkirkjan í Hafnarfirði https://www.facebook.com/frikhafn
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á Ernu Blöndal erna@frikirkja.is