Stund fermingarbarna frá 1957 og 1967

Á uppstigningadag komu saman í kirkjunni fermingarbarnaárgangar Fríkirkjunnar.  Annars vegar þau sem eiga 60 ára fermingarafmæli þetta árið og síðan þau sem fermdust fyrir 50 árum. Þetta var skemmtilega stund og samvera yfir súpu í safnaðarheimilinu á eftir.  Margs var að minnast og kærir endurfundir að vonum. Fjölmargar myndir Ernu eru hér á  Fésbókarsíðu kirkjunnar [Lesa meira...]

Framundan í Fríkirkjunni – vortónleikar kórsins 7. júní

Fermingar verða á Hvítasunnudag og síðan er síðasta ferming ársins á sjómannadaginn víku síðar, 10. júní. Fríkirkjukórinn heldur sína vortónleika í kirkjunni 7. jíní kl. 20. Þessa dagana er verið að mála kirkjuna í sínum réttu litum og eðlilega verður dálítið rask á meðan á stendur.  Annars er málningarvinna fagmanna orðin mun fyrirhafnarminni en áður var.       [Lesa meira...]

21. maí – Kynning á fermingarstarfi 2018

Sunnudaginn 21. maí kl. 17 verður kynning á fermingarstarfi veturinn 2017 – 18.  Þá ætlum við að koma saman í fallegu Fríkirkjunni sem heldur svo vel utanum okkur. Eins og alltaf – þá biðjum við ykkur að koma í fylgd með fullorðnum. Þar sem nú er ljóst að útslitaleikur milli FH og og Vals í  handbolt hefst kl. 16 og margir sem fylgjast vilja með þeim leik þá verðum við í kirkjunni eftir [Lesa meira...]

Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins 17. maí kl. 20

Boðað er til aðalsafnaðarfundar Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði maí 2017 kl. 20. í safnaðarheimilinu Linnetsstíg.   Dagskrá Fundarsetning.   Fundargerð síðasta fundar.   Skýrsla um starfsemina. Formaður flytur skýrslu stjórnar. Gjaldkeri leggur fyrir endurskoðan ársreikning. Prestarnir fara yfir safnaðarstarfið. Formaður kvenfélagsins Formaður [Lesa meira...]