Fríkirkjan um bænadagana og páska

Dagskráin í Fríkirkjunni er eftirfarandi: Föstudagurinn langi. Kl. 17. Samverstund við krossinn. Dagskrá í tali og tónum þar sem atburða föstudagsins langa er minnst. Páskadagur. Kl. 08 árdegis. Hringjum inn páska og hátíðarguðsþjónusta. Morgunverður í safnaðarheimilinu á eftir.

Sigga Vald. djákni átti 50 ára fermingarafmæli

Í fermingum á pálmasunnudag veru þær systur Sigríður og Ragna Valdimarsdætur að aðstoða við kirtlana í safnaðarheimilinu. Sigríður Valdimarsdóttir (sú í bleika á myndinni)  er eins og margir vita djákni við Fríkirkjuna og aðstoðar á ýmsa lund við fermingarguðsþjónsturnar. Sigga Vald. fermdist 9.apríl 1967 og því skemmtileg tilviljun að  á pálmasunnudag átti hún upp á dag 50 ára [Lesa meira...]

Pálmasunnudagur – þrjár fermingar, sunnudagaskólinn fellur niður

Á pálmasunnudag 9. apríl verða þrjár fermingar í Fríkirkjunni Kl. 10 Kl.12 og Kl. 14. Sunnudagaskólinn fellur því  niður og reyndar einnig næst, þ.e. á páskadag.  fyrir utan þessa tvo og e.t.v. einnig um jól og áramót er sunnudagaskólinn fastur punktur hjá Fríkirkjunni því í fyrjun september og út apríl. Á myndinni hér að ofan  brugðu þrír strákar á leik sl. laugardag 1. apríl. [Lesa meira...]

Fermingardagar 2018

Hér að neðan má sjá fermingardaga hjá okkur í Fríkirkjunni næsta vor   25. mars, Pálmasunnudagur 29. mars, skírdagur 14. apríl, Laugardagur 19. apríl, Sumardagurinn fyrsti 13. maí, Sunnudagur 3. júní, Sjómannadagurinn