Aðventukvöldvaka 4. desember kl. 20

Aðventukvöldvaka Fríkirkjunnar verður nú á sunnudag, 4. desember kl. 20. Blanda af mæltu máli og fallegri söngdagskrá. Einsöngur Erna Blöndal og Ólafur Már Svavarsson ásamt Fríkirkjukórnum.   Sunnudagaskólinn verður á símum stað og tíma kl. 11.    

Jón Jónsson sló í gegn

Jón Jónsson sló aldeilis í gegn á kvöldvökunni í Fríkirkjunni.  Hann spilaði nokkur lög og kirkugestir tóku hraustlega undir.  En Jón lék ekki bara og söng hann talað  mjög fallega um kirkjuna og ekki síður til fermingarbarnanna sem fjölmenntu.  Kirkjan var þéttsetin og á loftinu staðið í öllum hornum. Hér er má sjá Jón í essinu sínu og kirkugesti syngja með af innlifun: [Lesa meira...]

Örn tónlistarstjóri í viðtali í Fjarðarpóstinum

Tónlistarstjórinn okkar í Fríkirkjunni hann Örn Arnarson var í viðtali í Fjarðarpóstinum á fimmtudaginn (17. nóvember). „Ég er titlaður tónlistarstjóri. Starfið felst nokkurn veginn í því sem organistar sjá venjulega um í kirkjum nema hvað ég spila á gítar en ekki orgel. Ég æfi og stjórna kirkjukórnum og hljómsveit kirkjunnar, en við erum með litla hljómsveit við flestar messur og kvöldvökur og [Lesa meira...]