Gíróseðlar í heimabanka – frjáls framlög

Fríkirkjan í Hafnarfirði leitar til safnaðarins með greiðsluseðla sem birtast munu í heimabanka. Um er að ræða frjáls framlög og það er vitanlega val hvers og eins að greiða þessar 2.100 kr. Fríkirkjan er alfarið rekin á sóknargjöldum og framlögum eins og þessum. Laun prestanna, tónlistarstjóra og rekstur á kirkjunni og safnaðarheimilinu greiðast af sóknargjöldum. Prestar Fríkirkjunnar eru [Lesa meira...]

Sunnudagur 5. mars: Sunnudagaskóli kl. 11 og kvöldvaka kl. 20

Dagskráin í kirkjunni nú á sunnudaginn, 5. mars er þessi: Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldvaka kl. 20. Gestur kvöldvökunnar er Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona sem við þekkjum úr sjónvarpsþáttunum „Með okkar augum“. Lítur mjög vel út með veður og nánast engar líkur á messufalli eins og gerðist með sunnudagaskólann síðast eftir snjókomuna miklu !   [Lesa meira...]

Fermingardagar 2018

Talsvert hefur verið spurt um fermingardaga næsta vor.  Skipulagið liggur ekki að fullu fyrir, en eftirtaldir dagar eru ákveðnir: 25. mars Pálmasunnudagur 19. apríl Sumardagurinn fyrsti 13. maí Sunnudagur 3. júní Sjómannadagurinn Eftir á að ákveða einn laugardag og fleiri dagar geta að auki bæst við ef skráningar verða margar. Ekki er skráð á fermingardag fyrr en á kynningu [Lesa meira...]