Jólaball í jólaþorpinu sunnudaginn kl. 11

18. desember kl. 11 Eins og undanfarin ár flytur sunnudagaskólinn síðusta sunnudag í aðventu í Jólaþorpið á Thorsplani. Sungin verða jólalög og dansað í kring um jólatréð. Ef veður verður leiðinglegt flytjum við herlegheitin upp í kirkju. Allir velkomnir, á aldrinum 0 til 100 ára.

Útvarpsmessa kl. 11 – sunnudagskólinn fellur niður !

Á sunnudaginn (11. desember) kl. 11 verður útvarpað messu úr Fríkirkjunni á Rás 1. Kríla- og barnakórar Fríkirkjunnar syngja og það gerir einnig Fríkirkjukórinn undir stjórna okkar Arnar Arnarsonar. Sr. Sigga mun predika. Þó þetta sé útvarpsmessa sem hægt er að hlusta á eins eru kirkjugestir sérlega velkomnir og bara betra að fylla kirkjuna og gleðjast með söngnum. Okkur þykir leitt að [Lesa meira...]

Aðventukvöldvaka 4. desember kl. 20

Aðventukvöldvaka Fríkirkjunnar verður nú á sunnudag, 4. desember kl. 20. Blanda af mæltu máli og fallegri söngdagskrá. Einsöngur Erna Blöndal og Ólafur Már Svavarsson ásamt Fríkirkjukórnum.   Sunnudagaskólinn verður á símum stað og tíma kl. 11.