Ferming

„Einstaklingi, sem skírður var á barnsaldri, gefst kostur á að bera sjálfur fram þá játningu, sem foreldrar og guðfeðgin játuðu fyrir hann við skírnina.  Það gerist í fermingunni, en ferming þýðir staðfesting.  Áður en einstaklingur fermist, er hann uppfræddur í kristinni trú“ 

                     (Ljós í heimi, kristin trú og nútíminn e. Einar Sigurbjörnsson bls. 142.)

Fríkirkjan býður upp á fermingarfræðslu.  Á hverju hausti hefst hún með því að unglingar skrá sig á skrifstofu safnaðarins.  Mikilvægt er að stíga slíkt skref af heilum hug og sinna bæði fræðslu sem og helgihaldi vel.

 

Fríkirkjan óskar eftir samstarfi við foreldra – að unglingarnir mæti ekki einir til guðsþjónustu heldur séu ætíð í fylgd foreldra eða forráðamanna því margt er það sem leitar á hugann og nauðsynlegt að ræða við þá sem fullorðnir eru og standa manni næst.  

Frekari upplýsingar eru að finna undir Fermingin efst á síðunni.