Fjölgar í Fríkirkjusöfnuðinum

Á síðasta ári fjölgaði í Fríkirkjunni um 150 manns.   Söfnuðurinn stækkar ár frá ári og telur nú 6.631 manns.  Á tæplega 20 árum hefur  Fríkirkjusöfnuðurinn rúmlega tvöfaldast að stærð.  Meðfylgjandi súlurit sýnir vel hvað fjölgunin er jöfn. Við teljum okkur að kirkja dugi okkur vel, en safnaðarheimilið er hins vegar orðið of lítið.  Við stefnum að stækkun þess ef leyfi fást frá skipulagi Hafnarfjarðar.