Glæsileg og fjölmenn vorhátíð Fríkirkjunnar

Um 250 – 300 manns mættu í Hellisgerði á Vorhátíð Fríkirkjunnar í dag, þrátt fyrir kalsaveður.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar leiddi skrúðgöngu frá safnaðarheimilinu niður Strandgötu og þaðan í Hellisgerði.

Tónlist, skemmtun og gleði.  Heitar pylsur  runnu vel af grillinu í gesti.  Fáum var kalt og engum meint af, enda fólkið sjálft í Fríkirkjunni á öllum aldri  sem kanna að njóta sutndarinnar og gefa af sér.

Öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd eru færðar góðar þakkir.

Slóð á Feisbók Fríkirkjunnar með myndum og myndböndum.