Loksins klukknahljómur: Saga Fríkirkjunnar í Hafnarfirði í 100 ár

8_kirkjugrindSaga Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði er komin út.

Saga safnaðarins er baráttusaga sem hófst árið 1913. Hér er lögð rík áhersla á mannlegar hliðar þessarar sögu í léttleikandi texta. Bókin er ríkulega myndskreytt og birtar eru ljósmyndir sem ekki er vitað til að hafi áður birst á prenti. Hún er skemmtileg heimild um það afrek frumkvöðlanna að stofna söfnuð að vori og byggja kirkju að hausti og ögrandi viðfangsefni allra þeirra sem á eftir komu. Í bókinni er meðal annars fjallað um katakombuhugmyndir, fyrstu raflýstu kirkjuna, fyrstu útvarpsmessuna, vatnsbera orgelsins, tónlistina, prestana og fleira gott fólk sem lagt hefur hönd á plóg.

Bókinni fylgir geisladiskur með söng Fríkirkjukórsins við undirleik Fríkirkjubandsins. Er leiðarstefið sótt í fermingarmessur safnaðarins sem mörgum þykja notalegar stundir.

Saga þessi er gefin út í tilefni af 100 ára afmæli Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Höfundar hennar eru Björn Pétursson, Jóhann Guðni Reynisson og Sigríður Valdimarsdóttir. Þau þekkja öll vel til safnaðarstarfs kirkjunnar, menningar og mannlífs í Hafnarfirði.

„Hér er vandað til verks á allan hátt.“ Sr. Einar Eyjólfsson

Bókin er um 260 bls., litprentuð í vönduðu bandi, kemur út í nóvember og kostar 4.900 kr. Hún verður seld í safnaðarheimilinu og nokkrum völdum verslunum í Hafnarfirði.
Geisladiskur með tónlistinni úr kirkjunni fylgir! Bókin kostar 4.900 kr. og fæst á eftirtöldum stöðum:

Safnaðarheimilinu Linnetsstíg 6 – þar er posi og hægt að taka við kortum – sími 565 3430, netfang [email protected]
Fjarðarkaupum Hafnarfirði
Kirkjuhúsinu við Laugaveg í Reykjavík
Blómabúðinni Burkna við Linnetsstíg í Hafnarfirði
Hár Ellý – Hólshrauni 2 Hafnarfirði

Meðfylgjandi mynd er í bókinni og sýnir kirkjuna í byggingu og hér að neðan má sjá kápu bókarinnar.

Bókarkápa Loksins klukknahljómur: Saga Fríkirkjunnar í Hafnarfirði í 100 ár