Krílasálmar

10001403_299338496941344_9200756771001822443_n

 

Krílasálmar- tónlistarnámskeið fyrir börn frá frá 3ja mánaða til 24ra mánaða í fylgd með foreldrum.

Námskeiðið fer fram í kirkjunni á fimmtudögum frá 10:30 til 11:15

Umsjónarmenn eru Inga Harðardóttir guðfræðingur, Örn Arnarson, tónlistarstjóri og Kirstín Erna Blöndal söngkona.

Frítt er í krílasálmanna í kirkjunni

Krílasálmar 3ja mánaða til 24ra mánaða – 45 mínútur

Krílasálmar eru tónlistarstundir fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin.

Í tímunum er notast við sálma, íslensk þjóðlög og þekkt barnalög, yfirtónarík hljóðfæri og forvitnilegan hljóðheim.

Við syngjum fyrir börnin, vöggum þeim og dönsum og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra.

Það krefst engrar sérkunnáttu að syngja fyrir börnin okkar. Fyrir þitt barn er þín rödd það fallegasta í öllum heiminum, alveg sama hvernig hún hljómar.

Foreldrar meta ásamt leiðbeinanda út frá verkefnum hversu snemma ungabörnin eru tilbúin.

Einnig hvort að hætta þurfi aðeins fyrr vegna framfara í hreyfigetu og dugnaðar því taka verður tillit til þess að unnið er á gólfi þar sem ungabörnin liggja og því þarf að fylgjast vel með þeim sem eru komin á fætur.

Annars hefur þetta alltaf gengið upp en við ítrekum að foreldrar eða forráðamenn ræði við leiðbeinendur ef þeir verða óöryggir eða finnst eitthvað óþægilegt