Krúttakór

 

10700463_287874294754431_2020006965046672662_o

Krúttakór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði er fyrir börn á aldrinum 3-5 ára,
Æfingarnar eru á mánudögum, fyrri hópur kl. 16:30 – 17:05 og sá síðari í beinu framhaldi. Æfingar eru í safnaðarheimilinu, Linnetsstíg 6. Þar bjóðum við upp á kaffi fyrir foreldra á meðan æfingum stendur.

Krúttakórinn er fyrsta skref barnanna til að læra að vera í kór. Áhersla verður lögð á að börnin læri ýmis lög úr mörgum áttum, að syngja hvert með öðru og hafa gaman af tónlist. Umsjón: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og Erna Blöndal. Skráning á námskeiðið er hjá þeim: Thelma er með netfangið [email protected] og síma 695 6326 / Erna er með netfangið [email protected] og síma 897 2637.