Minningarsjóður

Ágóði af sölu minningarkorta Fríkirkjunnar í Hafnarfirði rennur í Minningar- og styrktarsjóð Guðjóns Magnússonar og Guðrúnar Einarsdóttur sem stofnaður var árið 1970 af börnum og tengdabörnum þeirra hjóna en þau Guðrún og Guðjón voru meðal frumkvöðla að stofnun kirkjunnar árið 1913. Guðjón var jafnframt formaður safnaðarstjórnar um langt árabil eða frá 1939 til 1964 og lét af því embætti áttræður að aldri eftir 26 ára setu í formannsstóli. 

Voru þau Guðjón og Guðrún afar örlát á gjafir til kirkjunnar um sína tíð en oft var þröngt í kirkjubúinu á þessum árum. Og enn nýtur kirkjan góðs af velvild fjölskyldunnar því minningarsjóðurinn hefur stutt fjölmörg verkefni Fríkirkjunnar í Hafnarfirði allt frá stofnun hans. 

Minningarkortin eru seld í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði að Linnetsstíg 6, sími 565 3430, netfang [email protected] 

Þau má einnig fá í Blómabúðinni Burkna að Linnetsstíg 3. 

Reikningsnúmer Minningar- og styrktarsjóðs Guðjóns Magnússonar og Guðrúnar Einarsdóttur er: 

0544-14-800108

Kennitala: 510303-3420.